Heimasíða FC Hjörleifs

mánudagur, september 13, 2010

Einkablogg fyrir Heimi, Gauta og Gunna G

Æfing í kvöld drengir mæting kl 21:00 í laugardal

föstudagur, september 03, 2010

Leikjaniðurröðun komin í hús

Jæja dúllupungar,

leikjaniðurröðunin er komin og lítur hún svona út:

6.9.2010 19.00 Riðill 1 Ögni Dafþakur Laugard Mán
6.9.2010 20.30 Riðill 2 Elliði Dragon Laugard Mán
7.9.2010 19.00 Riðill 1 Landsliði Sáá Laugard Þri
7.9.2010 20.30 Riðill 2 Kumho Hjörleifur Laugard Þri

Umferð 2
10.9.2010 19.00 Riðill 1 Elliði Ögni Laugard Föst
10.9.2010 20.30 Riðill 1 Dragon Dufþakur Laugard Föst
11.9.2010 15.30 Riðill 2 Hjörleifur Landsliðið Laugard Laug
11.9.2010 17.00 Riðill 2 Sáá Kumho Laugard Laug

Umferð 3
15.9.2010 19.00 Riðill 1 Ögni Dragon Laugard mið
15.9.2010 20.30 Riðill 1 Dufþakur Elliði Laugard mið
16.9.2010 19.00 Riðill 2 Landsliðið Kumho Laugard Fim
16.9.2010 20.30 Riðill 2 Sáá Hjörleifur Laugard Fim

Þetta eru allt hörkuleikir og þurfum við að koma vel stemmdir í þá alla. Kumho eru Utandeildarmeistarar, Landsliðið bikarmeistarar og SÁÁ Ír Open meistarar....við EKKERT....breytum því drengir.

Commentið svo við getum kveikt á þessari síðu aftur ;)

laugardagur, ágúst 28, 2010

FRAMHALDIÐ - ÚRSLITAKEPPNIN

Sælir herramenn,

sumarið hjá okkur hefur verið ágætt hjá okkur hingað til en hefðum við þó viljað vera á toppnum í riðlinum.

Við byrjuðum seasonið mjög vel með 2 4-0 sigrum á Geirfuglum og SÁÁ og stefndi allt í easy ride i gegnum riðilinn.

Næsti leikur var gegn Esjunni þar sem við komumst í 2-0 og leikurinn í okkar höndum þegar þeir slugsast til að skora þegar 17 mín eru eftir og setja 2 eftir það og staðan orðin 3-2 þeim í hag og við í ruglinu en náum að bjarga andlitinu og setjum eitt í lokin.

Þá er komið að því að við hittum ROCK BOTTOM á þessu seasoni og mættum Norðurálsmönnum. Það er lítið hægt að segja um þann leik nema algjört slugs og vanmat. Þeir vinna okkur 3-2 og er það eini sigurleikur þeirra í sumar. Við fáum 2 rauð í lokin.

Tókum móralskan á hinum rómaða stað Elvis bar og það skilaði sér í 2 sigrum á Fc Dragon 4-0 og Vatnaliljum 4-1.

Því næst fylgja svo 2 jafntefli 1-1 gegn KH(val b) og 2-2 gegn Hönd Mídasar þar sem við fáum 2 rauð. Hefðum mátt vera skynsamari í leiknum gegn hendinni. Þegar við erum í svona baráttu leik og komumst einu marki yfir og stutt eftir þá eigum við ekki að vera að flýta okkur svona að hlutunum og hvað þá miðverðirnir að bera upp boltann. Þurfum að spá í þessu fyrir úrslitakeppnina.

Við eigum einn leik eftir gegn toppliði Ögna en svona lítur riðillinn út.

B-riðill L U J T Mörk Stig
1 UFC Ögni 8 6 1 1 29:13 19
2 Fc Dragon 9 5 3 1 24:19 18
3 SÁÁ 9 5 1 3 21:18 16
4 Hjörleifur 8 4 3 1 24:10 15
5 KH 8 3 2 3 20:15 11
6 FC Hönd Mídasar 9 3 2 4 24:24 11
7 Esjan 8 2 3 3 19:24 9
8 Vatnaliljur 9 2 3 4 18:26 9
9 Geirfuglar 8 1 2 5 13:26 5
10 FC Norðurál 8 1 0 7 12:29 3

Við erum öruggir áfram en það er bara spurning um sæti. Getum lent í 2, 3 eða 4. Ef við spáum i milliriðlunum þá lítur allt út fyrir að best sé að lenda í 3.sæti og það þýðir jafntefli í síðasta leik en við erum ekkert að spá í því samt :)

Núna á sunnudaginn hefst undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina. Það verður æfing í laugardalnum á sunnudaginn kl 16:30 og eru ALLIR sem ætla sér að vera með í úrslitakeppninni og fara í hana af fullum hug beðnir um að mæta, skiptir ekki hvort menn séu þunnir, meiddir eða í banni. Ef menn komast ekki þá hringja í Balla s 6997376 og það eru bara afsakanir á borð við jarðarfarir og þess háttar teknar gildi. Gerum þetta af alvöru drengir.

Það er bara þannig að það er betra að fara í úrslitakeppnina með 12 manna hóp sem er tilbúinn í verkefnið heldur en 16 manna sem eru allir að spá i einhverju öðru.

ERU EKKI ALLIR KLÁRIR Í ÞETTA?

Enda þetta með meistara Al Pacino




kv Balli


laugardagur, mars 27, 2010

Hjölli vs Keppnis og Hjölli vs Grundarfjörður

2 umfjallanir í einu skrifaðar kl 09:53 a laugardagsmorgni.....

Hjölli 7 keppnis 1

Tókum léttan töflufund fyrir leik og það átti eftir að skila sér.

Fyrirfram bjuggumst við nú við meiri mótspyrnu frá Keppnismönnum en þegar líða fór á leikinn þá var fljótt ljóst hver var sterkari aðilinn í leiknum.

Eiki skoraði fyrsta markið með skalla eftir frábæra sendingu frá Bjarna Schev frá vinstri beint á kollinn á Eika sem stýrði knettinum í hornið.

Eftir þetta þá fórum við í svolítinn klafsfótbolta og boltinn var ekki að ganga nógu vel á milli manna. Skelltum Hansa inná fyrir framan miðjuna til að koma spili í gang og stuttu seinna eftir flott spil þá skoraði Bjarni Guðmunds með vinstri :)

3ja markið skoraði svo Hansi sjálfur með skalla eftir Hornspyrnu....ekki rétt?

4ja markið skoraði Valli jr aftur eftir flott spil þar sem hann fékk boltann útí teiginn og setti hann með vinstri í hornið.

5 Markið koma eftir hornspyrnu þegar Hörður sturluson fleygði sér fram í flugskalla á nærstöng en tók hann með mjöðminni og í markið "stórkostlegt"

6 markið skoraði Perlan ógurlega fyrir utan teig sem gerist nánast aldrei. Utanfótar að sjálfsögðu.

7 markið koma eftir hornspyrnu og var það Dabbi sem setti hann í skeytin.

Þeir klöfsuðu svo aðeins í bakkann í stöðunni 6-0 með fyrirgjöf sem datt yfir Kidda sem var sofandi áfengisdauða í markinu :)

Flottur leikur og vel gert að halda áfram þrátt fyrir litla mótspyrnu.

Hjölli vs Grundarfjörður

Áttum leik í gær við lið Grundarfjarðar sem eru að spila í 3ju deildinni í sumar. Bjuggumst við góðu fótboltaliði í heimsókn í laugardalinn.

Við mættum fáir og vantaði marga í liðið okkar en við látum svoleiðis ekkert trufla okkur.

Í byrjun leiks vorum við betri aðilinn og vorum að ná að koma smá spili í gang og Grundfirðingar ekki alveg mættir. Eiki fékk 2-3 skallafæri eftir sendingar frá Herra Scheving en inn vildi boltinn ekki.

Grundarfjörður fær svo hornspyrnu sem þeir skora úr eftir mikið klafs í teignum og brot á Hödda að okkar mati :)

FLjótlega svörum við þessu með marki frá hinni eldingunni í liðinu Hansa Herb. sem stakk sér í gegn eftir sendingu frá Hödda eða Bjarna (man ekki) og renndi honum framhjá markmanni grundfirðinga. 1-1

Þarna var leikurinn í járnum og kominn smá barátta í þetta og nöldur farið að koma í ljós hjá báðum liðum.

man svo ekki hvort þeir hafi komist yfir eða við.....þeir skoruðu allavega úr vítapsyrnu sem þeir fengu eftir brot sem Dabbi vill meina að sé bull :)

Dabbi skoraði svo eftir hornspyrnu og er hann farinn að setja hann reglulega sem er bara massívt.

Stuttu seinna fær Hansi aftur boltann í gegn og vippar stórglæsilega yfir markmann þeirra og staðan orðin 3-2

Í hálfleik förum við aðeins yfir málin róum okkur niður og hættum öllu nöldri og rugl tæklingum. Létum þá sjá um þetta allt.

Við náum upp flottu spili og Dabbi fær boltann og setur hann auðvitað langan fram a fljótasta mann vallarins sem nær að skalla boltann yfir goalieinn en fær hnefann í andlitið og drúúúúd víti. Hansi kemur og leggur boltann fallega í netið. 4-2 og þeir orðnir verulega pirraðir yfir að vera að tapa fyrir utandeildarliði.

Held að núna hafi tveim leikmönnum verið vísað útaf fyrir smá púst en þar sem þetta var æfingaleikur þá skelltum við bara öðrum inn.

Hansi setti svo fjórða markið eftir að hafa leikið á 2 Grundfirðinga og held að hann hafi gulltryggt sér mann leiksins. Fékk samt ekki að eiga boltann eftir leikinn.


Bjarni scheving skoraði næst langþráð mark úr aukaspyrnu sláin inn vel gert.

Flottur leikur hjá okkur gegn örugglega slöku 3ju deildarliði :)

kv Balli farinn í sporthúsið til brósa.....Hata hann

Maður leiksins Hansi

laugardagur, mars 20, 2010

Hjölli vs Keppnis MÆTING

Sælir,

þá er komið að öðrum leik í ÍR OPEN. Keppnis eru andstæðingarnir.

Dóri í ÍR var að hringja og tilkynna mér að hann getur opnað húsið fyrir okkur kl 13:20 manu liverpool byrjar 13:30. Er náttúrulega geggjað að hittast í ír heimilinu og horfa á hann saman. Okkar leikur byrjar 16:00

Fyrir þá sem eru ekki til í þetta þá er mæting 15:30. Þannig það er best að mæta og horfa á leikinn dúddar.

Þannig mæting 13:20
með sokka og stuttbuxur

Ég verð allavega mættur 13:20 vona að þú verðir það líka óli _ _ _ _!

kv Fyndni kallinn

Hjölli 6 Áreitni 2

Það er loksins komið að umfjölluninni um fyrsta leikinn í ÍR OPEN 2010.

Mættum liði Áreitnis sem er nú alls ekki hátt skrifað utandeildarlið og sást það strax frá fyrstu mínútu.
Þeir lágur nánast allir fyrir aftan boltann og vorum við að láta boltann ganga á milli manna í öftustu línu sem gekk ágætlega.

Fljótlega skoraði Ívar sitt annað mark á undirbúningstímabilinu. Skot frá vinstri í fjærhornið whoop whoop.

Næst skoraði Gunni gjí eftir að hafa prjónað sig í gegn um arfaslaka vörn Áreitnis. Einnig annað mark hans í vetur.

Þriðja markið að ég held hafi verið mark kidda mark :) Vítaspyrna af 30 metra færi :) Storglæsilegt og fer að challenga fyrir hlutverk spotkickersins.

4 markið skoraði Heimir eftir ágætis spil og renndi honum snyrtilega framhjá áreitnis goalie. 2.mark hans í vetur.

Þá loksins fór eitthvað að gerast. Ívar sá að það þurfti eitthvað að gerast og skipti sjálfum sér útaf og inná kom Hvíta Perlan. Fljótlega fór boltinn upp vinstri vænginn þar sem Hjalti og Marínó léku sér saman og Marínó skellti þessari svaka fyrirgjöf á skallann á perlunni sem gerði sér lítið fyrir og setti hann í hornið og fékk hnefann á markmanninum í faceið. Tók nettan hollywood á þetta a la Hjörtur og reisti sig svo við og fagnaði ógurlega.

Stuttu seinna er klafs inní teig áreitnis þegar Hjalti fær boltann og af virðingu við perluna ákveður hann að vippa honum á hana í stað þess að skjóta og viti menn Perlan búin að setja 2 mörk með skalla. Hver er þessi maður??? 4 mörk í vetur (7 með leiknum gegn old boys ;þ )

Áreitni skoraði 2 þarna í millitíðinni en þetta var einn af leiðinlegri leikjum sem ég hef tekið þátt í.

Eitt sem ég vill sjá í næsta leik og það er að við förum að halda hreinu whoop whoop

kv Balli

miðvikudagur, febrúar 24, 2010

ÍR OPEN RIÐLAR

A RIÐILL

VÆNGIR JÚPITERS
VATNALILJUR
BJÖRNINN
FC DRAGON
ÁREITNI

B RIÐILL
HJÖRLEIFUR
SÁÁ
FC ICE
KEPPNIS
LÉTTIR/ÍR


hvernig líst mönnum á þetta? muna að það kemur ekki hvað það eru komin mörg comments!!!

kv balli

mánudagur, febrúar 22, 2010

Þeir sem hafa greitt!!!!!

Þessir hafa greitt hjöllanum kl 23:29 22.02.10

Höddi 6000
Ingó 3000
Bjarni G 3000
Hafliði 3000
Danni 3000
Sindri 3000
Ívar 3000
Valli Jr 3000
Örvar 1500

Skuldum Eika 7000
Skuldum Balla 16.000

Þeir sem hafa samið við Balla
Gauti
Dabbi
Valli sr

Ír Open 40.000
Utandeildin 140.000
Búningamál og boltar *****
VISA bikarinn ******


KOstar penge drengir -

kv Balli blanki

ps. það stendur ekki hvað eru komin mörg comment í þessu nýja kerfi þannig menn verða að smella á comments ;)

sunnudagur, febrúar 21, 2010

ÍR OPEN

What up!!

Riðillinn kominn í ÍR OPEN

Hjölli
Sáá
Léttir
Fc Moppa
Henson

Hinn riðillinn

Vatnaliljur
Vængir Júpíters
Vatnsberar
Áreitni
RWS

22.mars sunnudagur Hjölli vs SÁÁ kl: 16:00
29.mars sunnudagur Hjölli vs Léttir kl: 14:30
5.apríl sunnudagur Hjölli vs Fc Moppa kl: 18:30
19.apríl sunnudagur Hjölli vs Henson kl: 19:00

Úrslitaleikur spilaður milli 24.apríl og 30.apríl

Við munum spila nokkra æfingaleiki fram að þessu og verður þetta mót notað til að fínpússa það hvernig við munum spila í sumar.

Minni sauði á að klára að greiða 3000 kallinn áður en næstu mánaðarmót koma nema að þeir vilji taka double þá. Þetta kostar allt peninga drengir

kv Balli

föstudagur, febrúar 19, 2010

Hjölli 2 - 4 Berserkir EDITAÐ EFTIR SÍMTAL FRÁ B.SCHEVING

Í kvöld lékum við leik við Berserki sem enduðu í 3.sæti B-riðils í 3ju deildinni í fyrra.

Í kvöld var að Gauti sem var coach og stóð sig með ágætum.
VIð byrjuðum leikinn vel og vorum að láta boltann ganga vel á milli manna en duttum stundum inná milli í hnoðið með boltann.

Bjarni scheving skoraði svo eftir svona 20 mínútna leik með HNITMIÐUÐU SKOTI(ÁÐUR FYRIRGJÖF) sem endaði í bláhorninu. Sanngjarnt 1-0. Þeir jöfnuðu svo 1-1.

Rétt fyrir hálfleik vann Ingó boltann hjá okkar eigin vítateig, gaf á Balla sem færði hann yfir a Hafliða sem setti hann uppí hornið á Gunna Gjí sem klessti honum fyrir á utanlandsfaran Eirík hinn mikla sem setti hann yfir markmann og inn. Enn eitt fallega onetouchuppallanvöllinn mark.

Staðan í hálfleik 2-1.

Í seinni hálfleik byrjuðu menn að týnast frá okkur einn og einn. Þeir byrjuðu á að jafna leikinn 2-2 og var leikur okkar smátt og smátt frekar ruglingslegur. Nýjir menn að koma inn og menn í stöðum sem þeir eru ekki vanir.

Í stuttu máli þá unnu þeir leikinn 4-2. Voru þeir bara í betra formi en annars var þetta fínt og á góðum degi eigum við í fullu tré við þessa gæja.

Áfram þá spilum við langbest í stutta fáu snertinga spilinu okkar og að setja hann upp kantana. Það er fullt af ljósum punktum í þessu og gefur okkur bara gott fyrir framhaldið.

Hjörtur meiddist í leiknum og vonum við að það sé ekki slæmt - en hann fær klárlega Höllywood verðlaunin í lok sumars, held það sé klappað og klárt ;)

Held ég taki bara Scheving út sem mann leiksins

yfir og út - kveðja frá Balla Kút( wow MÓRI hvar ertu?)